IS
EN

Vöktun og ítarleg greining
á dreifingu og útgáfu upplýsinga
fyrir fyrirtæki og stofnanir.


Við erum dAton

dAton er nýsköpunar- og gagnagreiningarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að þróa lausnir og leiðir fyrir fyrirtæki og stofnanir til að nálgast mikið magn upplýsinga sem gerir þeim kleift að taka betri ákvarðanir. Helstu þróunarverkefni dAton um þessar mundir eru fjölmiðlavaktari (Fregnir) og vaktari fyrir tölulegar upplýsingar (Gagnar).

Hvað gerum við?

Við bjóðum upp á lausnir til að vakta og greina upplýsingar. Í boði er að gerast áskrifandi að þessum lausnum eða kaupa sérstakar lausnir eftir þörfum.

Fregnir

Fregnir er fjölmiðlavaktari sem er öflugt tól til að fylgjast með umfjöllun í fjölmiðlum og leita í fréttum úr gagnabanka. Vaktarinn veitir einnig upplýsingar um samspil frétta og samfélagsmiðla til að veita betri mynd af umfangi umfjöllunar í fjölmiðlum. Fregnir er þróaður í samstarfi við notendur sem hafa mikla reynslu af því að vakta og greina umfjöllun fjölmiðla daglega.

Gagnar

Gagnar er lausn fyrir þá sem þurfa að nota tölulegar upplýsingar til að taka ákvarðanir og setja þær fram. Með Gagnari uppfærast tölulegar upplýsingar sjálfkrafa eftir því sem þær eru uppfærðar á þeim veitum sem stuðst er við. Þannig er tryggt að alltaf sé stuðst við nýjustu fáanlegu upplýsingar og auðveldar verulega vinnu við utanumhald á tölulegum upplýsingum.

Sérlausnir

dAton býður upp sérlausnir fyrir viðskiptavini með ítarlegri og nákvæmari greiningum á fjölmiðlaumfjöllun og á tölulegum upplýsingum úr Gagnari. Slíkar lausnir henta vel til að ná utan um sértæk svið og mikilvægar upplýsingar um þau. dAton fer vel yfir og greinir þarfir viðskiptavina til þess að tryggja að sérvinnsla og lausnir skili sem mestum árangri og sé í samræmi við væntingar.

Viðhorfsgreining

Hjá dAton er í þróun viðhorfsgreining á fréttum og umfjöllun fjölmiðla sem styðst við gervigreind og miðar að því að greina hvort umfjöllun sé jákvæð eða neikvæð. Með viðhorfsgreiningu er hægt að fá mat með skjótvirkum hætti um viðhorf til frétta. dAton vinnur einnig að lausn sem hefur þann tilgang að spá fyrir um útbreiðslu og lestur frétta skömmu eftir að þær birtast.

Við

Huginn \ Stjórnarformaður Auður \ Ráðgjafi Árni \ Forritari

Fá prufuaðgang

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð

Sendi...
Eitthvað fór úrskeiðis, reyndu aftur.
Takk fyrir skilaboðin!

Upplýsingar

Heimilisfang

Tryggvagata 10
101 Reykjavík

Netfang

daton@daton.is